- Getum við aðstoðað?
Ferðaskilríki
Ferðaskilríki
Skilríki og brottfararspjald, takk! Það er nauðsynlegt að vera með gild ferðaskilríki til að fljúga með PLAY.
Ferðaskilríki
Þótt góð ferðalög geti verið full af óvæntum uppákomum og ófyrirsjáanlegum aðstæðum vill enginn byrja ferðina þannig á flugvellinum. Vertu vel undirbúinn heimsborgari og fljúgðu þægilega í gegnum flugvelli heimsins og öryggisleit með þessum einfalda gátlista.
- Ferðastu með vegabréf sem gildir a.m.k. 90 daga umfram ferðatímabilið þitt.
- Ferðastu með öll ferðagögn á þér sem áfangastaðurinn gerir kröfu um með tilliti til vegabréfs þíns og brottfararstaðar. Ferðagögn geta verið vegabréfsáritun, ESTA-ferðaheimild, upplýsingar um bólusetningar, o.fl.
- Á mörgum flugvöllum er gerð krafa um að ferðamenn framvísi sönnun á brottför sinni aftur úr landinu ásamt heimilisfangi á fyrsta áfangastað ferðalagsins og því skiptir máli að hafa slíkar upplýsingar og gögn meðferðis.
Það er alfarið á ábyrgð farþega að afla sér upplýsinga og verða sér úti um löggild ferðaskilríki, ferðaáritanir og ferðaheimildir fyrir þann áfangastað sem þeir hyggjast ferðast til.
Vinsamlegast athugið að ef farþegi á tengiflug með öðru flugfélagi þarf hann að tryggja að öll nauðsynleg ferðaskilríki séu í lagi fyrir lokaáfangastað með PLAY.
Allir farþegar verða að framvísa gildum vegabréfum eða gildum ferðaskilríkjum til að innrita sig í okkar flug. Þetta á við um foreldra, börn og ungabörn.
Fylltu út formið hér að neðan til að kanna hvaða kröfur eru gerðar til þín um ferðaskilríki á þínum áfangastað.
Ferðast í gegnum Keflavíkurflugvöll eða til Íslands
Ísland er aðili að Schengen-samstarfinu. Farþegar sem ferðast til Íslands eða í gegnum Keflavíkur flugvöll gætu þurft að sækja um Schengen áritun eða vegabréfsáritun við gegnumferð. Athugið að farþegar með íslensk vegabréf þurfa ekki Schengen-vegabréfsáritun.
Hægt er að finna nánari upplýsingar um Schengen áritun hérHlekkur opnast í nýjum flipa, og vegabréfsáritun við gegnumferð hérHlekkur opnast í nýjum flipa.
Bandarískir ríkisborgarar með gilt bandarískt vegabréf (blátt vegabréf) geta ferðast innan Schengen svæðisins í allt að 90 daga án þess að þurfa að sækja um eða hafa Schengen-vegabréfsáritun. Frekari upplýsingar er að finna hérHlekkur opnast í nýjum flipa.
Ferðalög innan Schengen-svæðisins
Ekki eru gerðar kröfur um vegabréf þegar ferðast er á milli landamæra innan Schengen-svæðisins. Þó þarf alltaf að framvísa gildum skilríkjum sem gefin eru út af yfirvöldum í hverju landi en á Íslandi flokkast ökuskírteini (þ.m.t. rafræn ökuskírteini) undir slík skilríki.
Ferðalög á milli Norðurlandanna
Íslenskir farþegar mega ferðast á gildu ökuskírteini á milli Keflavíkur og Danmerkur, Svíþjóðar eða Noregs.
Þetta á einnig við um norræna ríkisborgara sem þurfa ekki að framvísa vegabréfi heldur einungis gildu skilríki sem gefið er út af yfirvöldum.
Útrunnið vegabréf er samþykkt sem sönnun á deili á farþega til að fara um borð.
Ferðast til Bretlands
Bretland krefst aukinna upplýsinga um farþega áður en þangað er flogið. Þessar upplýsingar kallast API (Advanced Passenger Information). Þessum upplýsingum er hægt að skila inn í gegnum MyPLAY eða í vefinnritun. Eyðublaðið eru sáraeinfalt og þægilegt að fylla út.
Gildistími vegabréfsins þarf að ná yfir tímann sem dvalið er í landinu.
Frekari upplýsingar er að finna hérHlekkur opnast í nýjum flipa.
Ferðast til Bandaríkjanna
Íslenskir ríkisborgarar eru undanþegnir vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Til að nýta sér þá undanþágu (Visa Waiver Program) þurfa farþegar að sækja um rafrænu ferðaheimildina ESTA (Electronic System Travel Authorisation). Sækja þarf um ESTA-heimildina í síðasta lagi 72 klst. fyrir brottför til Bandaríkjanna. Athugið að farþegar sem hafa hvorki vegabréfsáritun né ESTA eiga á hættu að vera neitað að koma um borð í flug til Bandaríkjanna. Nánari upplýsingar og hlekkur á ESTA-umsóknina er að finna hérHlekkur opnast í nýjum flipa.
Í mörgum löndum er gerð krafa um sönnun á heimferð úr landinu og því þurfa farþegar að hafa slíkar upplýsingar meðferðis.
Ferðast til Kanada
Farþegar sem ferðast til Kanada undir sérstakri vegabréfsáritun verða að ferðast með svokallaða eTA heimild, eða Electronic System for Travel Authorization. Þessi heimild þarf að vera klár í síðasta lagi 72 tímum fyrir flug. Hægt er að sækja um þessa heimild hérHlekkur opnast í nýjum flipa.
Advanced Passenger Information (APIS)
Vinsamlegast athugið að Bretland, Bandaríkin og Kanada krefjast aukinna upplýsinga um farþega áður en þangað er flogið. Þessar upplýsingar kallast API (Advanced Passenger Information). Þessum upplýsingum er hægt að skila inn í gegnum MyPLAY eða í vefinnritun.