Skoða efni
13. Oct 2022

Jólin á austurströnd Bandaríkjanna

New York City central park in snow

Aðventan er uppáhaldstími margra og frábær tími til að komast aðeins í burtu og fylla á jólaskapið. Áður en þú skríður undir teppi með aðventuljós, heitt súkkulaði og góða bók, er tilvalið að skella sér til Bandaríkjanna, versla einstakar jólagjafir á betra verði og spóka sig um í stórborgarljósunum. Við höfum tekið saman ómissandi viðkomustaði á aðventunni á áfangastöðum okkar á austurströnd Bandaríkjanna.

Baltimore

Baltimore yfir hátíðirnar er dásamlegur staður enda „sjarmaborgin“ ekki þekkt fyrir annað en að skera sig úr í stemningu. Frá þakkargjörðarhátíð til jóla er t.d. tilvalið að kíkja á þýska jólamarkaðinnHlekkur opnast í nýjum flipa við höfnina. Þetta ævintýralega vetrarland státar af fjölda sölubása sem selja alls kyns handverk frá öllum heimshornum. Hér er síðan hægt að næra sig á þýskum jólakræsingum eins og jólaglöggi og kringlum á meðan jólakórar og listamenn halda uppi skemmtiatriðum.

Á hafnarsvæðinu er einnig að finna Inner Harbor Ice Rink skautasvellið sem er ekki síður skemmtilegt. Hér er bæði hægt að skella sér á skauta og njóta útsýnisins frá toppi útipallanna. Þegar hrollur sækir að gestum er tilvalið að skella sér inn á lestarsafnið B&O Railroad MuseumHlekkur opnast í nýjum flipa, og skoða jólalestina sem er sérstök útstilling yfir hátíðirnar. Allan desembermánuð breytist safnið í paradís lestaráhugamanna með mögnuðum lestarsýningum og lestarferðum um hreindýralendur og Norðurpólinn.

Jólaskreytingarnar eru síðan gríðarlega metnaðarfullar um alla borg en við mælum sérstaklega með „Miracle on 34th Street“  skreytingunni en þetta er hefð sem hófst að frumkvæði heimamanna fyrir rúmlega 70 árum. Maryland-dýragarður lætur heldur ekki sitt eftir liggja en í bland við heimilisdýr garðsins bætast við sérstök jólaljósadýr sem eru ekki síður skemmtileg. Dýragarðurinn heldur úti sérstöku Zoo LightsHlekkur opnast í nýjum flipa viðburðadagatali og þar kennir ýmissa grasa eins og vínsmökkun eða jólalagahátíð með ísskúlptúrum. Það sakar heldur ekki að vita að miðar á viðburðina renna til dýraverndunarmála.

 Christmas lights at night, in Hampden, Baltimore, Maryland
Winter season Boston Public Garden at Back Bay

Boston

Seint í nóvember byrjar Boston að umbreytast með ógrynni af jólatrjám, ljósum og skreytingum um alla borg. Boston er brjálað jólabarn enda státar borgin af gullfallega almenningsgarðinum Boston Common sem í huga margra er eins konar pólstjarna jólaskreytinganna. Þar er líka tilvalið að skella sér á skauta eða rölta bara á milli jólatrjánna sem eru fagurlega skreytt ljósum. En það fer enginn til Boston án þess að versla eitthvað og þá er við hæfi að byrja á stærsta jólamarkaði borgarinnar, SoWa’s Winter FestivalHlekkur opnast í nýjum flipa. Hér má sötra á heitu jólaglöggi eða írsku súkkulaði á meðan leitað er að fjársjóðum hjá handverksfólki, listamönnum, galleríum og hönnunarverslunum.

Verslunargötur Boston eru síðan kapítuli út af fyrir sig enda sjarmerandi staðir allan ársins hring. Fyrir jólin breytast samt götur eins og Newbury Street í jólaveröld í hátíðarbúning og úrvalið er í takt við það.

Þeir sem þurfa frí frá búðunum ættu að íhuga að skella sér í jólasiglingu og sjá ljósin í Boston frá öðru sjónarhorni, kíkja á Hnotubrjótinn og njóta þess besta sem Boston Ballet og Sinfóníuhljómsveit Boston hafa upp á að bjóða eða finna sér alvöru jólalagatónleika í stórborginni. Það er fátt, ef nokkuð, sem Boston getur ekki breytt í sannkallaða jólafantasíu.

Spennandi?

Skoða flug til Austurstrandarinnar

Finna flug

New York borg

Það er ekki að ástæðulausu sem fólk flykkist til New York borgar fyrir hátíðirnar. Það er fátt jafntöfrandi og að sjá Times Square, Rockefeller Center, Central Park, og fjölda annarra heimsfrægra áfangastaða færast í jólabúninginn. Hér borgar sig að fíla fólk og klæða sig vel því veðrið getur verið kalt og mannfjöldinn mikill í þessari frægustu borg í heimi.

Allt frá árinu 1933 hefur verið kveikt á jólaljósunum á jólatrénu við Rockefeller CenterHlekkur opnast í nýjum flipa á miðri Manhattan en viðburðurinn sjálfur fer yfirleitt fram í lok nóvember eða snemma í desember. Þetta frægasta jólatré í heimi er yfir 20 metra hátt, ber rúmlega 50.000 ljós og á toppnum trónir hvorki meira né minna en Swarovski-stjarna. Þetta er einn flottasti bakgrunnur fyrir sjálfsmynd sem hægt er að finna.

Jólaverslunarleiðangurinn í  New York ætti að hefjast á Union Square jólamarkaðnum þar sem allt angar af heitu eplavíni og ristuðum hnetum. Klæddu þig vel og gríptu reglulega í heitt súkkulaði eða jólaglögg á meðan þú leitar að einstökum jólagjöfum handa öllum og ömmu þeirra. Þetta er stærsti jólamarkaður borgarinnar svo hér vantar ekki fólkið og fyrir vikið Þorláksmessustemninguna. Columbus Circle jólamarkaðurinn er annar frábær áfangastaður en hann er að finna við suðvesturinnganginn í Central Park. Handverk og minjagripir í bland við frábæran götumat og ævintýralegt umhverfi eru þema þessa markaðar.

Framboð af jólaafþreyingu í New York borg er nánast botnlaust. Sívinsæl og fjölskylduvæn afþreying er The Rockettes Christmas Spectacular Show, fastapunktur í Radio City Music Hall síðan á fjórða áratug síðustu aldar en þessi jólasýning er bæði einstök og eftirminnileg. Ballet, sinfóníutónleikar, listasöfn, popp, rokk og allt þar á milli má finna á hverjum degi í þessari stórborg sem aldrei sefur en það á sérstaklega við á aðventunni.

Locals and visitors skate under the Rockefeller Center Christmas tree in New York City
Central Park winter with skyscrapers and Bow Bridge in midtown Manhattan New York City

New York fylki

Ef stórborgirnar heilla ekki er nóg af afþreyingu og áfangastöðum að finna í New York fylki. Fylkið er nærri því helmingi stærra en Ísland og hvert sem ferðinni er heitið á þessu stóra svæði eru allar líkur á að ferðalangar rekist á jólamarkaði og fagurlega skreytt jólatré. Í miðbæ Albany er kveikt á jólatrénu við hátíðlega athöfn á hverju ári og boðið upp á ókeypis afþreyingar fyrir alla fjölskylduna, s.s. skautasvell, flugeldasýningu, jólakóra, hestvagnaferðir og að sjálfsögðu heimsókn frá jólasveininum.

Þeir sem eru staddir í Albany á aðventunni ættu heldur ekki að missa af ítalska-ameríska jólamarkaðnum sem er fullur af ítölsku handverki, ólífuolíu, skartgripum, list og hönnun.

Jólamarkaðir ráða ríkjum í New York fylki á aðventunni s.s. Broadway Market í Buffalo frá 19. öld sem er fullur af varningi og mat, jólasveinum og jólalestum eða Poughkeepsie jólamarkaðnum í Hudson Valley þar sem þýskur jólaandi svífur yfir vötnum.

Í Hudson Valley er líka að finna A Gilded Age Christmas at Staatsburgh State Historic Site sem er sérstök jólasýning í þessu gullfallega glæsihýsi frá þarsíðustu aldamótum.

PLAY flýgur til Stewart International Airport, sem er rétt hjá stærstu outlet-verslunarmiðstöð Bandaríkjanna, Woodbury Common, sem er augljóslega fullkominn staður til að klára jólagjafainnkaupin. Fykið er síðan troðfullt af frábærri afþreyingu fyrir alla fjölskylduna, allt frá stórum þjóðgörðum til Lególands og ógrynni skíðasvæða. Fáir áfangastaðir komast með fjölskyldutærnar þar sem New York fylki hefur hælana.

Giant red christmas baubles located on Sixth Avenue, Manhattan. New York City
ice skaters having fun in New York City central park

Washington, D.C.

Það er ekki hægt að láta sér leiðast í hjarta höfuðborgar Bandaríkjanna. Jólaskrúðgöngur, jólasveinaheimsóknir, jólatónleikar og jólamarkaðir eru bara brot af því besta sem Washington, D.C. hefur fram að færa fyrir jólinn.

Forseti Bandaríkjanna kveikir formlega á jólatrénu sínu í President‘s Park árlega á formlegum jólaviðburði en heppnir umsækjendur eru dregnir úr miðapotti til að komast inn. Jólatréð er fagurlega skreytt handgerðu jólaskrauti eftir bandaríska listamenn og hér er sannarlega öllu til tjaldað.

Í Smithsonian-dýragarðinum ná jólaljósin og skreytingarnar hæstu hæðum með upplýstum dýraluktum, lifandi tónlisti og mörg þúsund glitrandi jólaljósum.

Skautasvellið í höggmyndagarði listasafnsins National Gallery of Art er ómissandi hluti af aðventu Washington-búa en hér er gosbrunni breytt í svell yfir vetrarmánuðina og börn og fullorðnir geta rennt sér innan um gullfallegar höggmyndirnar.

Eftir almennilega hreyfingu og góða útivist er svo tilvalið að næla sér í bita á sjarmerandi kaffihúsi safnsins, Pavilion Café.

En það þarf að versla fyrir jólin í Washington, D.C. eins og annars staðar og þá er best að byrja á jólamarkaðnum D.C. Downtown Holiday Market. Handverksfólk og listamenn af svæðinu koma sér fyrir í básum fyrir framan Smithsonian-listasafnið frá hádegi til 20 alla daga og hér er nóg að smakka og skoða. Fleiri frábærir jólamarkaðir eru t.d. Annual DC Brau Holiday Market, Annual Holiday PopUP Shop í Van Ness, og Dupont Circle Christkindlmarkt í Heurich House-safninu. Við mælum svo sérstaklega með markaðnum Shop Made in DCHlekkur opnast í nýjum flipa fyrir þá sem vilja versla við heimamenn því hér eru yfir 5.000 vörur frá einhverjum bestu framleiðendum Washington, D.C.

Washington DC decorated with lights for the winter holidays

Að lokum

Sama hvert þú ferð á austurströnd Bandaríkjanna muntu finna huggulegar verslanir, jólaljós, jólaskreytingar og jólamarkaði sem þig dreymir um til að komast í sannkallað hátíðarskap. Leyfðu þér aðeins öðruvísi aðventu í ár og taktu flugið til Bandaríkjanna.

Spennandi?

Skoða flug til Austurstrandarinnar

Finna flug
NÆST Á DAGSKRÁ

Helstu áfangastaðir í Washington, DC


Afþreying á austurströndinni