Skoða efni

Gleðilegar jólaferðir

Aðventan er ævintýralegur tími þar sem ljósin kvikna og mannlífið blómstrar í litríkum verslunargötum um allan heim. Þetta er tími til að njóta í nýju umhverfi og láta streitu og hversdagsleikann líða úr sér fyrir langþráð jól. Sumir kjósa jafnvel að verja sjálfum hátíðunum erlendis í afslöppun. Hvort sem þú velur að rölta um fallega jólamarkaði í gamalli stórborg, kíkja í spennandi búðir í Ameríku í leit að framandi jólagjöfum eða slaka á á ströndinni, skaltu gefa þér fleiri gæðastundir og gleyma þér í ævintýralegu umhverfi erlendis á aðventunni.

Ævintýralegar aðventuferðir

Njóttu þess að taka þér frí frá jólastressinu og láta haustið líða úr þér fyrir jólafríið. Það er fátt sem jafnast á við að rölta um fallega skreytta heimsborg í hátíðarbúningnum, hlýja sér á gómsætum veitingum og versla eitthvað fallegt og einstakt handverk á jólamarkaðnum. Hvort sem þú skellir þér í helgarferð til Berlínar, í viku til Boston eða kíkir aðeins á jólaþorpin í París er ekkert mál að fylla á jólatankinn í útlöndum.

Hátíðlegar jólaferðir

Flestir halda í hefðirnar yfir jólin og eiga sinn uppáhaldsjólamat, sitt uppáhaldsjólaskraut og sitt uppáhaldsjólaboð. En hvernig væra að breyta aðeins til, skipta um umhverfi og njóta fyrst og fremst samverunnar í afslöppun yfir jól, áramót eða bæði? Notaðu tækifærið og hristu hópinn saman í sól, slökun, samveru og nýju umhverfi í fríinu.

Jólaflug til Evrópu

PLAY flýgur til 17 áfangastaða í Evrópu fyrir jól og yfir hátíðirnar ásamt Marokkó í Afríku. Það eru frábærar fréttir fyrir íslensk jólabörn því á þessum lista ættu allir að finna eitthvað við sitt jólahæfi. Hvort sem draumurinn er að rölta um sjarmerandi jólamarkað að skoða gersemar í jólapakkana með heitt kakó og ristaðar möndlur í farteskinu í gömlu höfuðborgum Evrópu eða flatmaga á ströndinni í 25 stiga hita með stórfjölskyldunni yfir hátíðirnar er úrvalið ævintýralegt.

Rovaniemi

Jólaskapið er auðvitað besta skapið og nú bjóðum við ævintýralegt flug í desember til Rovaniemi, jólaþorpsins í norðurhluta Finnlands. Þar býr kampakátur jólasveinn ásamt hreindýrunum sínum í gullfallegu þorpi þar sem jólaandinn ræður ríkjum. Flogið er til Rovaniemi 7. desember og heim daginn eftir þegar allir eru búnir að fylla á jólatankana og versla jólaskrautið og jólagjafirnar eftir að hafa borðað allar jólasmákökurnar og klappað krúttlegum hreindýrum. Er hægt að biðja um meira?

A family on a sled in a snowy landscape in Rovaniemi in Finland being pulled by an adorable reindeer.

Jólaflug til Norður-Ameríku

Jólin í Bandaríkjunum eru að sjálfsögðu á stærri skala en Íslendingar eiga að venjast. Hér snýst allt um stórar skreytingar, stærri útsölur og góða stemningu. Flestir fljúga til Bandaríkjanna til að komast í búðirnar og klára jólainnkaupin með stæl en gleymum því ekki að Ameríka kann að skemmta sér og öðrum og fyrir vikið er nóg úrval af hátíðlegri afþreyingu í stórborgunum á austurströndinni. Ber þar helst að nefna skemmtigarða fyrir alla fjölskylduna í jólabúningi, skautasvellin, tónleikana, leikritin og söngleikina. Þá er ótalin Toronto sem skarar fram úr öðrum borgum í fjölbreytileika og í þokkabót kann Kanada svo sannarlega að halda jól. Skoðaðu áfangastaðina okkar í Norður-Ameríku og veldu að kíkja vestur fyrir hátíðirnar.

Komdu þér vel fyrir undir teppi í sófanum með kakóbollann og lestu meira um jólin í útlöndum.

Dreymir þig um að rölta um fallega upplýsta jólamarkaði í stórborgum Evrópu, finna fullkomnar jólagjafir og bragða á jólalegum kræsingum? Þá ertu á réttum stað því hér förum við yfir frægustu og bestu jólamarkaðina á nokkrum áfangastöðum PLAY í Evrópu. Borgirnar breytast í sannkallað ævintýraland á aðventunni og það er dásamleg upplifun að rölta á milli bása á stuttermabolnum í Barcelona eða detta í fjársjóðsleit í París dagana fyrir jól. Settu jólalögin á fóninn, gríptu kakóbolla og piparkökur og komdu þér vel fyrir því þessi lestur verður svokallað stemningsferðalag.

Aðventan er uppáhaldstími margra og frábær tími til að komast aðeins í burtu og fylla á jólaskapið. Áður en þú skríður undir teppi með aðventuljós, heitt súkkulaði og góða bók, er tilvalið að skella sér til Bandaríkjanna, versla einstakar jólagjafir á betra verði og spóka sig um í stórborgarljósunum. Við höfum tekið saman ómissandi viðkomustaði á aðventunni á áfangastöðum okkar á austurströnd Bandaríkjanna.

Amsterdam er án efa ein fegursta borg Evrópu en þessi litríki og sögufrægi staður skartar sínu allra fegursta rétt fyrir jól. Hér breytist borgarmyndin í hálfgerða sviðsmynd úr jólaleikriti og ljósadýrð og jólaskraut ráða hér ríkjum allan desember. Ljósahátíðin í Amsterdam hefst 2. desember þegar steinlögð strætin og undurfögur síkin eru skreytt ljósum og borgin lifnar við með ljósagjörningum og listaverkum. Flugið er stutt, Amsterdam er ódýr og úrvalið ótæmandi og því er þetta tilvalinn áfangastaður fyrir helgarferð á aðventunni til að fylla á jólaskapið og klára jólapakkana.

Hvað er að frétta?

Vertu áskrifandi að fréttabréfinu okkar og þú missir aldrei af bestu tilboðunum, nýjustu áfangastöðunum og fleiri skemmtilegum fréttum. Þú hefur engu að tapa!